Angelina Jolie hefur tekið að sér aðalhlutverkið í kvikmyndinni Wanted. Þar mun hún leika á móti Bretanum James McAvoy, sem síðast lék ungan lækni í The Last King of Scotland . Leikstjóri verður Timur Bekmambetov, sem hefur hingað til látið lítið að sér kveða í Hollywood, og handritshöfundur verður Dean Georgais. Hann samdi handritið að annarri Tomb Raider-myndinni sem einmitt skartaði Jolie í aðalhlutverki. Það verður nóg að gera hjá Jolie á næstunni því auk þess að ala upp heilan her barna með kærasta sínum Brad Pitt hefur hún tekið að sér hlutverk í The Challenging eftir Clint Eastwood og Atlas Shrugged

