Jinx sparkað

MGM kvikmyndaverið er hætt við að gera mynd um kvenspæjarann Jinx sem birtist í síðustu og verstu Bond myndinni, Die Another Day og leikin var af skutlunni Halle Berry. Búið var að skipuleggja að ekki aðeins fengi hún sýna eigin mynd, heldur átti að búa til heila seríu um hana. MGM ákvað síðan nú á dögunum að hætta við þessi áform af ótta við að þeir væru að draga úr áhuganum á næstu Bond mynd (eins og síðasta Bond mynd hafi ekki dugað til í því tilliti), sem líklegast verður síðasta Bond myndin sem Pierce Brosnan mun leika í fyrir þá. Handritshöfundarnir Neal Purvis og Rob Wade voru byrjaðir á handriti myndarinnar, og búið var að fá leikstjórann Stephen Frears til að leikstýra, en nú er ævintýrið úti og Berry verður að finna sér eitthvað annað til að gera.