Fyrsta stiklan fyrir gamanmyndina We’re the Millers er komin á netið. Myndin fjallar um gamalreyndan marijúanasölumann sem býr til gervifjölskyldu til að hjálpa til við að flytja risastóra sendingu af marijúana til Bandaríkjanna frá Mexíkó.
Í stiklunni sjáum við Jennifer Aniston leika fatafellu á strippklúbbi og Jason Sudeikis leika starfsmann sem er kúgaður af yfirmanni sínum til þess að flytja fíkniefni yfir til Mexíkó. Persóna Sudeikis grípur þá á það ráð að búa til falsaða fjölskyldu til þess að hann komist yfir landamærin. Í kjölfarið á því ræður hann persónu Aniston til þess að þykjast vera konan sín og svo ræður hann tvo vandræðaunglinga til þess að leika fullkomnu börnin sín.
We’re the Millers er væntanleg í kvikmyndahús í haust. Með aðalhlutverk fara Jennifer Aniston, Emma Roberts, Ed Helms og Jason Sudeikis.