Jeepers Creepers 2 ???

Nýlega var tekin ákvörðun um það innan framleiðslufyrirtækis Francis Ford Coppola sem stóð að framleiddi hina arfaslöku Jeepers Creepers um að gera framhald af þeirri mynd, sem fær þann frumlega titil Jeepers Creepers 2. Einnig kom í ljós að við gerð Jeepers Creepers höfðu framleiðendurnir aðeins úr 8 milljón dollurum að spila og sem afleiðing af var ekki til peningur til þess að mynda upprunalega endinn (sem átti að vera stórt hasaratriði sem gerðist í lest) og í staðinn fengum við einn fáránlegasta endi sem hefur sést á hvíta tjaldinu. Þessi fjárhagsörðugleikar munu þó ekki hrjá framhaldið, því að áætlað er að framleiðslukostnaður við Jeepers Creepers 2 verði helmingi hærri, eða 16 milljónir dollara. Vonum bara að eitthvað af þessum peningum verði notað til þess að ráða hæfan handritshöfund…