Jay and Silent Bob Strike Back

Kevin Smith hefur nú lokið við nýjustu mynd sína, Jay and Silent Bob Strike Back og er búið að halda tvær prufusýningar á henni í kvikmyndahúsum vestra. Báðar hafa gengið svo vel, og áhorfendur hafa verið svo hrifnir af henni, að Dimension Films hafa ákveðið að opna myndina í 2.500 kvikmyndasölum úti, sem er það mesta sem mynd eftir Smith hefur verið opnuð í. Einnig hafa þær fréttir gengið að Smith sé nú að taka upp heimildamynd um fyrrverandi listamanninn sem er þekktur undir nafninu Prince, áður en hann var þekktur sem Merkið, þar á undan einnig sem Prince. Hann er víst að fara að gefa út nýja plötu sem heitir The Rainbow Children, hringdi í Smith og sagði honum hvað hann hefði elskað Dogma og bað hann um að gera um sig heimildamynd í tilefni af því.