Jan De Bont snýr aftur

Kvikmyndatökumaðurinn og misheppnaði leikstjórinn Jan De Bont ( Speed 2: Cruise Control , The Haunting ) hefur verið víðsfjarri Hollywood í töluverðan tíma. Hann reynir nú að snúa aftur og er með nýtt verkefni í bígerð. Nefnist það The Courier, og fjallar um mann sem er sendiboði allra sendiboða. Hann fer með allt, hvert sem er, handa hverjum sem er, og spyr engra spurninga. Nýjasta verkefni hans er að fara með pakka til frægs eiturlyfjabaróns sem enginn getur fundið. Á tímabili ætlaði Brad Pitt að leika aðalhlutverkið, en hann er nú hættur við. Handrit myndarinnar er skrifað af Michael Brandt og Derek Haas.