Íslenskir sjónvarpsþættir vetrarins

Íslenski sjónvarpsveturinn er kominn í gang og fjöldi íslenskra þátta annaðhvort búinn að hefja göngu sína eða er væntanlegur á skjáinn síðar í vetur. Hér á eftir verið tæpt á því helsta á dagskrá stöðvanna sem framleiða mest innlent efni, RÚV og Stöð 2, en greinin verður uppfærð reglulega með nýjum upplýsingum.

jon-gnarr

Borgarstjórinn

Margir biðu spenntir eftir Borgarstjóranum eftir Jón Gnarr, sem nú hefur hafið göngu sína á Stöð 2 og tveir þættir eru þegar búnir. Í þáttunum leikur Jón borgarstjórann í Reykjavík, og byggir efnið vafalaust á eigin reynslu, eftir að hafa sjálfur gegnt stöðu borgarstjóra í fjögur ár.

Í sjónvarpsþættinum Haustveisla Stöðvar 2 lýsir Jón Gnarr þáttunum sem tragikómedíu: „Þetta er eins og að fylgjast með íslenskum stjórnmálum,“ bætir Jón við.

Eins og fyrr sagði þá eru tveir þættir búnir og sýnist sitt hverjum.

Hér er ekki á ferð dæmigerði Fóstbræðrahúmorinn sem Jón er þekktur fyrir, og því er kannski ekki eins mikið hlegið upphátt og menn gerðu yfir Fóstbræðrum. Línur eru að skýrast hægt og sígandi og við kynnumst persónunum betur með hverjum þætti. Strax er komin spillingarlykt af einhverjum málum, borgarstjórinn er ekta karlremba, og yfir og allt um kring svífur hundtryggi aðstoðarmaðurinn Dúddi í ágætri túlkun Péturs Jóhanns Sigfússonar, sem hefur fengið hvað mestan skjátímann af öllum persónum í þáttunum til þessa.

Hallgrímur Helgason rithöfundur tjáir sig á Facebook um þættina og segir að hér sé Jón að róa á djúpið, og grínarinn kominn á alvarlegri ( og meira spennandi og djúsí ) slóðir.

Borgarstjórinn Trailer from RVK Studios on Vimeo.

Það verður amk. spennandi að fylgjast áfram með ævintýrum Borgarstjórans og hans meðreiðarsveina.

Fangar

Leikna sjónvarpsserían Fangar eftir Ragnar Bragason er væntanleg á RÚV eftir áramót. Þáttaröðin fjallar um aðalpersónuna Lindu og hvernig líf hennar hrynur þegar hún er færð í kvennafangelsi í Kópavogi eftir að hafa ráðist á föður sinn og veitt honum lífshættulega áverka.

Þættirnir verða frumsýndir á RÚV á nýársdag.

Steypustöðin

Nýr grínþáttur, Steypustöðin, er væntanleg á dagskrá Stöðvar 2 í byrjun næsta árs. Samkvæmt Steinþóri Hróari Steinþórssyni, sem er betur þekktur sem Steindi Jr., þá verða þættirnir með svipuðu sniði og grínþættirnir Steindinn okkar og Svínasúpan, enda sömu handritshöfundar sem vinna að þáttunum.

Með aðalhlutverk fara auk Steinda sjálfs, Sverrir Þór Sverrisson, Saga Garðarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Auðunn Blöndal og María Guðmundsdóttir.

Leitin að upprunanum

Nú í vikunni hófst sjónvarpsserían Leitin að upprunanum á Stöð 2, og var fyrsti þátturinn mjög áhugaverður. Í honum leitar Brynja M. Dan að blóðmóður sinni á Sri Lanka, en hún var ættleidd þaðan sem ungabarn.

Sigrún Ósk Kristjánsdóttur er umsjónarmaður þáttanna.

Í fyrsta þættinum kom í ljós að móðir Brynju er á lífi og vill hún gjarnan hitta líffræðilega dóttur sína. Fyrir liggur því ferðalag til Sri Lanka og verður það til umfjöllunar í næsta þætti eftir viku.

Sendiráðin

Sindri Sindrason heimsækir sendiráð Íslands víða um heim. Þættirnir eru sýndir á Stöð 2 og klárast í kvöld, 26. október.

Bara geðveik

Lóa Pind Aldísardóttir með nýja þætti um fólk sem þjáist af geðsjúkdómum og verða sýndir í nóvember á Stöð 2.

Árbakkinn

Veiðiþáttur á Stöð 2 í umsjá Gunnars Bender og kvikmyndatökumannsins Steingríms Jóns Þórðarsonar. Þeir félagar voru á þeytingi um sveitir landsins í allt sumar. Þættirnir voru sýndir á sjónvarpsstöðinni Hringbraut á síðasta ári en verða nú á dagskrá Stöðvar 2.

Alls verða fjórir þættir sýndir á sjónvarpsstöðinni. Gunnar segir að í fyrsta þættinum verði fylgst með opnun Norðurár, þar sem stórsöngvararnir Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson sýndu snilli sína. Einnig verður kíkt í heimsókn í Langá á Mýrum, í Gufuá og í Ytri-Rangá.

Ísskápastríð

Gummi Ben og Eva Laufey Kjaran fá til sín fólk í mat.

Þær tvær

Grínþættirnir Þær Tvær hafa nú þegar hafið göngu sína á haustdagskránni, en þetta er annar veturinn sem þættirnir eru á dagskrá. Þær  Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíanu Sara Gunnarsdóttir skrifa og leika öll hlutverkin sjálfar en í þáttunum bregða þær sér í gervi skrautlegra persóna sem takast á við lífið og tilveruna sem getur verið bæði skrítin og skemmtileg.

Þættirnir verða átta talsins.

Reykjavík Ink

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sér um þessa þætti á Stöð 2 sem verða sex að tölu.

Í þáttunum verður einstaklingum boðið að koma og fá nýtt húðflúr yfir gamalt flúr sem það er einhverra hluta vegna ekki ánægt með. Fólk sem hefur látið sig dreyma um að fá tattú yfir ör fær einnig úrlausn sinna mála.

Einnig verður tveimur einstaklingum boðið að koma í þættina sem „auður strigi“ og leyfa listamönnunum á Reykjavík Ink að ráða.

Spilakvöld

Pétur Jóhann Sigfússon fær til sín góða gesti í léttum og skemmtilegum leikjaþáttum á föstudagskvöldum.

Logi í beinni

Spjallþáttur Loga Bergmanns.

Gulli byggir

Gulli Helga aðstoðar fólk við endurbætur á hýbýlum sínum.

Heimsókn

Sindri Sindrason heimsækir fólk.

Hið blómlega bú

Matreiðsluþættir Árna Ólafs Jónssonar á Stöð 2.

Landnemarnir

Kristján Már Unnarsson, fréttamaður á Stöð 2, hefur unnið hörðum höndum að þáttum sem varpa kannski nýju ljósi á landnám Íslands.

Nýlist 2017

Dorothe Kirch og Markús Þór Andrésson leiða fólk um frumskóga íslenskrar myndlistar og setja á svið sýningu á áhugaverðum verkum fyrir þjóðina. Á dagskrá RÚV.

Örkin

Sögur af sambandi manna og dýra á RÚV. Ný þáttaröð um samband mannsins við dýr, allt frá skordýrum og býflugum til sela. Kolbrún vaka hittir skemmtilegt fólk sem varpar ljósi á sérstakt samband okkar mannfólksins við dýrin.

Sögustaðir

Einar Kárason rithöfundur er hér í hlutverki sagnamannsins sem fer um landið og segir sögur af fólki og atburðum úr fortíðinni.

Reimleikar

Ný þáttaröð þar sem draugatrú Íslendinga er tekin til skoðunar ásamt annarri þjóðtrú, á borð við hjátrú og trú á álfa. Rætt er við ýmsa sérfræðinga og þá sem hafa haft persónuleg kynni af afturgöngum, álfum eða framliðnum. Rýnt er í hvernig draugatrú endurspeglar samfélagið, menninguna og síðast en ekki síst, sálarlíf og samvisku mannsins. Umsjón hefur Bryndís Björgvinsdóttir og Rakel Garðarsdóttir sá um dagskrárgerð.

Aðrir þættir á RÚV: Steinsteypuöldin,  Paradísarheimt, Ísþjóðin, Hulli, Með okkar augum, Orðbragð, Hæpið. Landinn, Alla leið, Útsvar, Andri á flandri í túristalandi.

The Voice Ísland

Íslensk útgáfa söngvakeppninnar The Voice hefur nú þegar hafið göngu sína, annan veturinn í röð, í Sjónvarpi Símans. Þjálf­ar­arn­ir eru þeir sömu á milli ára, þau Salka Sól, Helgi Björns, Svala Björg­vins og Unn­steinn Manú­el.

Hér má lesa allt um þættina og hvað gerist í hverri viku.