Hurðarskrímslin snúa aftur

Rúmum ellefu árum eftir að hin ofurkrúttlega Monster’s Inc. kom út fáum við loksins fyrstu stikluna fyrir framhaldið- eða forverann, í rauninni- Monster’s University.  Þetta er fjórða framhaldsmynd Pixar og fyrsta forveramynd (prequel) þeirra. Eru líkurnar eitthvað að verða betri að við fáum Incredibles framhald á næstunni?

Monster’s University gerist fyrir þá fyrstu og fjallar um samband þeirra Mike og Sully á háskólaárunum, en vináttaþeirra var allt önnur en við þekkjum úr fyrstu myndinni. Þetta er fyrsta Pixar-teiknimynd leikstjórans Dan Scanlon. Þeir Billy Crystal og John Goodman snúa aftur sem yngri útgáfur af karakterum sínum þó þeir eru sjálfir ellefu árum eldri. Frank Oz snýr einnig aftur, en þetta er fyrsta bíóhlutverkið hans í átta ár.

 

Engin frekari töf þar sem þið eruð ábyggilega jafn spennt og ég að sjá nýja Pixar-mynd, hér er ofurstutta stiklan:

Myndin er væntanleg í almennar sýningar í bandaríkjunum eftir nákvæmlega eitt ár og einn dag, þann 21. júní 2013.

Er stiklan að selja þetta eða eruð þið í vafa um að hún eigi eftir að ganga upp?