Hundraðasta mynd Jackie Chan

Það eru ekki margir leikarar sem sagst eiga hundrað myndir að baki, en Jackie Chan verður brátt hluti af þeim hóp. Næsta mynd slagsmálameistarans er einmitt sú hundruðasta í röðinni hjá kappanum. Jackie Chan lék í sinni fyrstu mynd árið 1962 og hefur síðan þá orðið að einni allra vinsælustu hasarstjörnu í heimi með myndum á borð við Rush Hour, Who Am I? og ótal fleirum.

Myndin sem hlýtur þann heiður að vera númer 100 hjá Chan ber titilinn 1911 og er söguleg dramamynd sem fjallar um fall Ming-konungsættarinnar og stofnun kínverska lýðveldisins.

– Bjarki Dagur

Stikk: