Broadway söngleikurinn Chicago verður nú brátt að stórmynd á Hollywood mælikvarða. Þegar er búið að ákveða leikstjóra á verkefnið, sem mun fara í framleiðslu árið 2002, en það er kappinn Rob Marshall. Ýmsar stórleikkonur hafa lýst yfir áhuga á aðalhlutverkinu, svo sem Nicole Kidman , Gwyneth Paltrow , Madonna , Helen Hunt , Jennifer Lopez og Cameron Diaz. Nú síðast fór Catherine Zeta-Jones og hitti leikstjórann og fór í prufu en hún var söngvari og dansari snemma á ferlinum. Aðrir leikarar sem koma til greina í minni hlutverk eru m.a. Hugh Jackman ( X-Men ) og Kathy Bates ( Titanic ). Stórmynd í uppsiglingu.

