Hreinsunin byrjar vel í USA

Bíóhelgin í Bandaríkjunum er byrjuð með látum, en myndin The Purge: Anarcy, eða Hreinsunin: stjórnleysi, sem er framhald myndarinnar The Purge, þénaði 2,6 milljónir Bandaríkjadala í gær fimmtudag. Sex Tape, nýja myndin með Cameron Diaz og Jason Segel, þénaði 1,1 milljón dala, en þessar tvær nýfrumsýndu myndir gera atlögu að efsta sæti aðsóknarlistans þar sem Dawn of the Planet of the Apes situr sem stendur..

purge_anarchy_2_h_2014

Þriðja nýja myndin í Bandaríkjunum, Disneymyndin Planes: Fire & Rescue, þénaði 450 þúsund dali í gær.

The Purge: Anarchy náði ekki sömu aðsókn á fyrsta degi í sýningum og fyrsta myndin gerði, en byrjunin lofar þó góðu fyrir framleiðendur.

The Purge þénaði 34,1 milljón dala alls á frumsýningarhelgi sinni, og kom öllum á óvart, enda var innkoman 11 sinnum meiri en kostnaðurinn við að gera myndina.

Myndin, sem var með þeim Ethan Hawke og Lena Headey í aðalhlutverkum, þénaði þegar upp var staðið 89,3 milljónir dala um allan heim.

The Purge: Anarchy er óbeint framhald fyrri myndarinnar og gerist ári síðar. Á meðan glæpamenn hugsa sér gott til glóðarinnar, sumir til að skemmta sér og aðrir til að hefna sín, eru langflestir íbúar borgarinnar að hraða sér í öruggt skjól áður en hreinsunardagurinn byrjar formlega en þá er hverjum sem vill leyfilegt að fremja hvaða glæp sem er án þess að þurfa að svara til saka fyrir hann. Þeirra á meðal er ungt par sem verður fyrir því óláni að bíll þeirra bilar á miðri hraðbraut þar sem þau eru á leiðinni heim til sín. Þar með verða þau berskjölduð fyrir glæpamönnunum sem eru ekki lengi að koma auga á þau og hefja eftirför upp á líf eða dauða