Hinn róstusami vandræðaunglingur/leikari Brad Renfro hefur verið rekinn frá væntanlegri kvikmynd um þá félaga Freddy VS Jason. Engar skýringar hafa verið gefnar um ástæðu brottrekstursins, en Renfro hefur átt í útistöðum við lagann verði undanfarin ár. Bæði hefur hann verið að fikta við eiturlyf, keyrt undir áhrifum og einnig var hann tekinn fyrir að hafa reynt að ræna lystisnekkju. Þar sem tökur eiga að hefjast á næstu dögum, eyddu framleiðendur engum tíma í það að finna einhvern í staðinn, heldur réðu á staðnum Jason Ritter ( Swimfan ), en hann er einmitt sonur leikarans John Ritter. Einnig hefur ungstirnið Monica Keena verið ráðin til að leika í myndinni, en hún lék í skammlífum sjónvarpsþáttum á seinasta ári sem hétu Undeclared.

