Howard kvænist í fjórða sinn

terrence howard 2.2Iron Man leikarinn Terrence Howard er sagður hafa kvænst kærustu sinni til eins mánaðar, í leyni.

RadarOnline.com vefsíðan segir frá því að Howard, sem er 44 ára gamall, hafi kvænst í fjórða skiptið nú nýlega, hinni kanadísku Miranda. Maður tengdur leikaranum, sagði að skyndibrúðkaupið, sé „ekki óvanalegt“ fyrir hann.

„Þetta er enn ein sérkennilega hegðunin hans … hann hefur einungis þekkt hana í um mánuð““ bætti heimildamaðurinn við.

Hjónakornin nýbökuðu sáust síðast opinberlega við frumsýningu myndarinnar The Best Man Holiday þann 5. nóvember sl. en Howard leikur eitt af aðalhlutverkunum í myndinni, sem hlaut mjög góða aðsókn á frumsýningarhelgi sinni.

Howard skildi við síðustu eiginkonu sína í maí sl., Michelle Ghent. Hún sótti um skilnað frá leikaranum í febrúar 2011, eftir aðeins eins mánaðar hjónaband, en hún sakaði hann um að hafa gengið í skrokk á sér.