Anthony Hopkins er í gervi leikstjórans Alfred Hitchcock í myndinni Hitchcock sem áætlað er að komi í kvikmyndahús vestanhafs í lok nóvember á þessu ári (við hér á klakanum megum búast við henni eftir jól). Komið er út plakat fyrir myndina sem sýnir Hopkins nánast óþekkjanlegan á rauðum bakgrunni með hníf í höndunum.
Myndin fjallar um líf leikstjórans um þær mundir sem Psycho var í bígerð og er hún byggð á bókinni Alfred Hitchcock and the Making of Psycho eftir Stephen Rebello. Leikstjóri myndarinnar er hinn tiltölulega óþekkti Sacha Gervasi sem leikstýrði grín,,heimildar“myndinni Anvil: The Story of Anvil (sem er by the way geggjuð – má ég segja það hér án þess að þið vælið?). Plakatið má sjá hér fyrir neðan:
Engin önnur en Helen Mirren mun leika eiginkonu Hitchcock ásamt því að Scarlett Johansson, Jessica Biel, James D’Arcy, Ralph Macchio, Toni Collette, Michael Stuhlbarg og Michael Wincott leika önnur hlutverk.