Svissneski hönnuðurinn og listamaðurinn H. R. Giger lést í dag, 74 ára að aldri. Hann lést að völdum áverka eftir fall.
Giger var hvað þekktastur fyrir að hanna og útsetja geimveruna Xenomorph fyrir kvikmyndina Alien, í leikstjórn Ridley Scott. Giger uppskar Óskarsverðlaun fyrir aðkomu sína að myndinni.
Giger fæddist í Sviss árið 1940, seinna meir nam hann iðnaðarhönnun í Zurich. Eftir námið starfaði hann síðan við innanhúshönnun áður en hann færði sig yfir í listina.