Homeland leikari látinn

Leikarinn James Rebhorn, sem margir þekkja úr þáttunum Homeland, er látinn. Rebhorn lést á heimili sínu á föstudaginn. Hann var 65 ára.

jamesreborn

Rebhorn hefur leikið í mörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og má þar telja Scent of a Woman, The Talented Mr. Ripley, Independence Day og The Game. Hann lék einnig FBI fulltrúann Reese Hughes í sjónvarpsþáttunum vinsælu, White Collar og nú síðast Frank Mathison í Homeland.

Aðdáendur Seinfeld ættu líka að þekkja Rebhorn, því hann lék héraðsdómarann sem sendi Jerry, Elaine, George og Kramer í fangelsi í lokaþættinum.

Rebhorn hafði einnig unun af því að koma fram á sviði og lék hann eftirminnilega í leiksýningunni I’m Not Rappaport, árið 1985. Nýverið var hann í sýningunni Too Much, Too Much, Too Many þar sem hann lék alzheimer sjúkling.

Hér að neðan má sjá tvær senur úr Talented Mr. Ripley, þar sem Rebhorn leikur á móti Matt Damon og Gwyneth Paltrow.