Höggþétta Sidney

Shockproof Sidney Skate er eitt af þeim handritum sem lengst hefur verið að þvælast um í Hollywood manna á milli, án þess þó að tekist hafi að kvikmynda það. Upphaflega var kvikmyndarétturinn keyptur árið 1977 af Marijane Meeker, konunni sem skrifaði skáldsöguna, og hafa margir ætlað sér að láta til skarar skríða, nú síðast leikstjórinn knái Cameron Crowe. Hann er þó dottinn út, og í staðinn hyggst Sidney Pollack gera myndina eftir nýjasta handriti Steve Kloves ( Wonder Boys ). Fjallar myndin um ungan dreng sem verður fyrir því óláni að lesbísk móðir hans fellur fyrir módeli einu sem er einmitt draumadísin hans sjálfs.