Hobbitinn kostar hálfan milljarð dala

Þríleikurinn The Hobbit hefur til þessa kostað rúmlega hálfan milljarð dala í framleiðslu.

hobbit 3

266 tökudögum með leikurum lauk í fyrra. Kostnaðurinn á samt enn eftir að hækka því ekki er búið að taka með í reikningin tvo auka mánuði af tökum á þessu ári.

Samkvæmt ný-sjálenska fjölmiðlinum Wellington hefur þegar verið eytt 561 milljón dala í myndirnar þrjár.

Þessi tala er tvöfalt hærri en kostnaðurinn við fyrri þríleik leikstjórans Peter Jackson, The Lord of the Rings, sem er einnig byggður á bók J.R.R. Tolkien.

Kostnaðurinn við The Hobbit hefur hækkað mikið eftir að Jackson ákvað að taka hana upp í þrívídd og á 48 römmum á sekúndu til að auka skýrleikann.

Þrátt fyrir þennan mikla kostnað geta Jackson og framleiðandinn Warner Bros. varla kvartað yfir kostnaðinum því tekjur fyrstu myndarinnar í miðasölunni úti um heim allan nema um einum milljarði dala

Hobbitinn kostar hálfan milljarð dala

Þríleikurinn The Hobbit hefur til þessa kostað rúmlega hálfan milljarð dala í framleiðslu.

hobbit 3

 

266 tökudögum með leikurum lauk í fyrra. Kostnaðurinn á samt enn eftir að hækka því ekki er búið að taka með í reikningin tvo auka mánuði af tökum á þessu ári.

Samkvæmt ný-sjálenska fjölmiðlinum Wellington hefur þegar verið eytt 561 milljón dala í myndirnar þrjár.

Þessi tala er tvöfalt hærri en kostnaðurinn við fyrri þríleik leikstjórans Peter Jackson, The Lord of the Rings, sem er einnig byggður á bók J.R.R. Tolkien.

Kostnaðurinn við The Hobbit hefur hækkað mikið eftir að Jackson ákvað að taka hana upp í þrívídd og á 48 römmum á sekúndu til að auka skýrleikann.

Þrátt fyrir þennan mikla kostnað geta Jackson og framleiðandinn Warner Bros. varla kvartað yfir kostnaðinum því tekjur fyrstu myndarinnar í miðasölunni úti um heim allan nema um einum milljarði dala.