Aðdáendur Hobbitans geta sest fyrir framan tölvuna sína í nótt, eða haft snjalltækið með sér upp í rúm, og fylgst þar með Twitter útsendingu frá heimsfrumsýningu á myndinni The Hobbit: The Desolation of Smaug.
Tíst verður beint frá rauða dreglinum þegar leikararnir ganga inn í bíóið.
Frumsýningin fer fram í Dolby kvikmyndahúsinu í Hollywood í Los Angeles í Bandaríkjunum kl. 02.30 eftir miðnætti að íslenskum tíma, en kl. 18.30 að bandarískum tíma.
Myndin verður síðan frumsýnd á Íslandi þann 27. desember og bíða margir með óþreyju eftir þeim degi.