Hobbitinn heilsar frá ComicCon

Nýtt videoblogg, hvorki meira né minna en 14 mínútna langt, er komið úr herbúðum Hobbitans, þar sem sýnt er fyrst frá heimsókn Peter Jackson og félaga til ComicCon í San Diego, og þar eftir myndskeiðið sem þau sýndu þar á ráðstefnunni, frá loka tökudögum myndanna tveggja (eða hvað). Sjón er sögu ríkari:

Háskerpuútgáfu af myndbandinu má finna á Facebook síðu Jacksons. Hjá aðdáenda síðunni The One Ring má svo finna samantekt um nánast allt Hobbitatengt sem gerðist í ComicCon.

Nú þegar TDKR er alveg að detta í bíó hlýtur þetta að vera sú kvikmynd sem mest eftirvænting er fyrir það sem eftir er af árinu. Hvað sem öllum þrívíddartilraunum og 48 römmum á sekúndu líður. Reyndar er ég mjög spenntur að sjá hvernig það kemur út – vona bara að það verði hægt hér á landi.

The Hobbit: An Unexpected Journey kemur í bíó 26. desember. Í helstu hlutverkum eru Martin FreemanIan HolmIan McKellenRichard ArmitageGraham McTavishKen Stott,Aidan TurnerDean O’GormanMark HadlowJed BrophyAdam BrownJohn CallenPeter HambletonWilliam KircherJames NesbittStephen Hunter,Christopher LeeElijah WoodOrlando BloomEvangeline LillyAndy SerkisHugo WeavingBenedict CumberbatchMikael PersbrandtLee PaceStephen FryCate BlanchettSylvester McCoyJeffrey ThomasMike MizrahiBret McKenzieRyan GageBarry HumphriesConan Stevens og John Bell.