Austurríski leikarinn Christoph Waltz, sem margir þekkja úr myndunum Inglourious Basterds og Django Unchained, fer með hlutverk illmennisins í nýju James Bond-myndinni, Spectre. Mikil leynd hefur ríkt yfir hlutverkinu og sást t.a.m. ekki í andlit persónunnar í fyrstu stiklunni fyrir myndina.
Waltz segir að hlutverkið, illmennið Franz Oberhauser, hafi verið sérstaklega skapað fyrir hann. ,,Ég þurfti ekki að fara í áheyrnarprufu, þeir höfðu mig sérstaklega í huga. Að vissu leyti var hlutverkið skrifað fyrir mig,“ sagði Waltz í viðtali við GQ Magazine á dögunum.
Með önnur helstu hlutverk í myndinni fara Daniel Craig, Dave Bautista, Monica Bellucci, Léa Seydoux og Andrew Scott. Leikstjóri verður sem fyrr Sam Mendes og er myndin væntanleg í kvikmyndahús næsta haust.
Að þessu sinni reynir Bond að afjhúpa ill samtök sem hafa uppi dulkóðuð skilaboð úr fortíð hans. M á í pólitískum átökum við að halda leyniþjónustunni gangandi, en Bond flettir ofan af svikum til að sýna fram á hinn hræðilega sannleika á bakvið Spectre.