Hlakkar til að leika í The Irishman

Það er orðið alltof langt síðan við sáum Robert De Niro í kvikmynd eftir Martin Scorsese og fögnum við öllum fréttum að því að kvikmyndin The Irishman sé vonandi að detta í gang. Aðdáendur bíða í ofvæni að þessi mynd verði gerð og er áætlað að hún muni einnig skarta gömlum kempum á borð við Al Pacino og Joe Pesci. De Niro var í viðtali við New York Post á dögunum og sagði þar að myndin yrði vonandi gerð á næstu árum.

the_irishman_41721

„Við höfum verið að reyna að gera myndina síðustu ár og ég held að við munum gera hana. Myndin er byggð á bók sem heitir I Heard You Paint Houses og er eftir Charles Brandt. Bókin er um mann sem játar að hafa drepið Hoffa og Joe Gallo og mun ég leika þennan mann. Ég hlakka mikið til að leika þessa persónu og við erum að reyna allt í okkar valdi til þessa að gera þess mynd að veruleika.“

De Niro og Scorsese hafa lengi langað til að gera saman eina mynd enn og eiga þeir glæstan feril að baki og má þar nefna Taxi Driver, Raging Bull, The King of Comedy og Goodfellas.