Hewitt og mörgæsafötin

Ofurbomban Jennifer Love Hewitt ( I Know What You Did Last Summer ) er nálægt því að skrifa undir samning um að leika á móti Jackie Chan í kvikmyndinni Tuxedo sem á að fara í framleiðslu í september. Myndin er framleidd af Dreamworks verinu, og leikstýrt af Kevin Donovan en þetta yrði hans fyrsta mynd. Hún fjallar um lánlausan njósnara (Chan) sem eignast smóking sem berst sjálfur við glæpi. Hewitt myndi þá leika FBI lögreglukonu sem á að vinna með honum. Þess má geta að handritið er skrifað af sama manninum og skrifaði handritið að Crazy / Beautiful með Kirsten Dunst en hún kemur fljótlega í kvikmyndahús hér heima.