Náðu í appið
Öllum leyfð

Crazy/Beautiful 2001

(Crazy Beautiful)

Frumsýnd: 14. september 2001

When it's real. When it's right. Don't let anything stand in your way.

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 63% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

Nicole er 17 ára villingur, og dóttir auðugs þingmanns, sem hefur aldrei staðið andspænis einhverri reglu sem henni tekst ekki að brjóta. Carlos er toppnemandi með stóra drauma sem fer í strætó í tvo tíma á hverjum morgni til að komast í góðan menntaskóla í Los Angeles. Samband þeirra þróast fljótt upp í ástríðufulla ást, en hegðun Nicole er ekki... Lesa meira

Nicole er 17 ára villingur, og dóttir auðugs þingmanns, sem hefur aldrei staðið andspænis einhverri reglu sem henni tekst ekki að brjóta. Carlos er toppnemandi með stóra drauma sem fer í strætó í tvo tíma á hverjum morgni til að komast í góðan menntaskóla í Los Angeles. Samband þeirra þróast fljótt upp í ástríðufulla ást, en hegðun Nicole er ekki góð fyrir sambandið og getur haft áhrif á framtíð Carlos.... minna

Aðalleikarar

Dálítið brjáluð mynd, en pínu falleg
Ég var svo lítið sem ekkert spenntur yfir að sjá Crazy/Beautiful fyrirfram, en ég átti þó von á góðri frammistöðu hjá Kirsten Dunst enda stóð hún sig prýðilega í The Virgin Suicides (mynd sem alltof fáir sáu). Myndin reyndist svo bara þokkaleg og talsvert kraftmeiri en ég bjóst við. Ég átti von á leiðinlegri bandarískri formúlumynd handa unglingum en hún var það alls ekki. Dunst hefur hvort sem er ekki leikið í öðru en í slíkum myndum (The Virgin Suicides er undantekning). Hún stóð sig prýðilega í þessari mynd, og nýliðinn Jay Hernandez var líka góður.

Myndin fjallar um hina 17 ára Nicole (Dunst) sem lifir afskaplega óhamingjusömu lífi, hún er þunglynd vegna þess að mamma hennar fór frá henni (frekar klisjukennt) og hún býr hjá pabba sínum (Bruce Davison - X-Men, Short Cuts) sem er ríkur þingmaður og býr með yngri konu sem hann á barn með. Nicole hefur er alltaf drekkandi og hefur margoft reynt að fyrirfara sjálfri sér. Það breytist allt þegar hún kynnist Carlosi (Hernandez), sem er fátækur og er allt sem Nicole er ekki. Þau verða svo ástfangin og Carlos ætlar sér að gera hana að nýrri manneskju og hann fórnar öllu til að fá að vera með henni (höfum við ekki séð slíkt áður fyrr? eins og í hinni ömurlegu Mad Love - og í þeirri mynd var stelpan líka brjáluð). Bruce Davison sýndi einnig skemmtilega frammistöðu sem hundfúli pabbinn.

Crazy/Beautiful er samt ekki í neinni merkingu skemmtileg, ég myndi segja að helsti galli hennar sé að hún er of niðurdrepandi. Þar að auki er hún svolítið fyrirsjáanleg og ýmis smáatriði eru klisjukennd (þar á meðal að aðalpersónurnar eru mjög ólíkar og faðir stelpunnar bannar stráknum að vera með henni, slíkt höfum við séð of oft). Myndatakan er samt afbragð, klippingin góð og tónlistin fín. Þar að auki er myndin bara mun raunverulegri en ég fyrst hélt. Crazy/Beautiful kom mér samt sem áður á óvart og mér finnst hún vel eiga skilið einkunn sem slefar framhjá miðjumoðinu, þrátt fyrir að hún sé ekki neitt frumleg.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á forsýninguna í gær og jesús góður!!! Þetta er versta vælumynd sem ég hef nokkurn tímann séð!!! Myndin var alveg dæmigerð bandarísk bíómynd. Ég mæli alls ekki með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn