Ný ljósmynd úr nýju íslensku bíómyndinni Málmhaus eftir Ragnar Bragason hefur verið birt á Facebook síðu myndarinnar.
Á myndinni sést stúlka öskra í hljóðnema, og er það líklega aðalpersóna myndarinnar, sjálfur málmhausinn Hera Karlsdóttir.
Sjáðu myndina hér fyrir neðan og smelltu á hana til að sjá hana stærri:
Myndin segir söguna af þungarokksstelpunni Heru Karlsdóttir sem býr á sveitabænum Svarthamri. Hera er uppreisnagjarn, óþreyjufullur og miskilinn vandræðaunglingur á þrítugsaldri sem dreymir um hinn stóra heim og er sífellt á leiðinni í burtu en er föst á æskuslóðunum. Smelltu hér til að lesa meira um myndina.
Málmhaus verður frumsýnd þann 11. október nk.