Sambíóin heimsfrumsýna nk. föstudag, þann 8. mars, ævintýramyndina OZ The Great and Powerful.
Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að hér sé á ferðinni stórkostleg mynd í magnaðri þrívídd frá þeim sömu og færðu okkur Alice in Wonderland og leikstjóra Spidermans þríleiksins.
„Hið þekkta ævintýri um galdrakarlinn í Oz er grunnurinn að þessari þrívíddarveislu frá Disney sem leikstýrt er af Sam Raimi og verður heimsfrumsýnd á Íslandi þann 8. mars.“
Sjáðu stikluna úr myndinni hér fyrir neðan:
„Það eru þau James Franco, Michelle Williams, Rachel Weisz, Mila Kunis, Abigail Spencer og Zack Braff sem fara með aðalhlutverkin í þessari ævintýralegu mynd þar sem þrívídd og stórfenglegar tölvubrellur eru notaðar til að skapa kvikmyndaupplifun sem allir verða að sjá.“
Oscar Diggs er sjónhverfingamaður í litlu fjölleikahúsi í Kansas. Hann dreymir stóra drauma um frægð og frama, lítur nokkuð stórt á sjálfan sig og er tilbúinn að beita frekar vafasömum aðferðum til að öðlast það sem hann vill fá.
Dag einn gerir mikið hvassviðri í Kansas og áður en Oscar veit af sviptir vindurinn honum inn í ævintýralandið Oz þar sem segja má að gullið drjúpi af hverju strái.
Eftir að hafa komist yfir undrunina verður Oscar frá sér af fögnuði, eða allt þar til hann hittir nornirnar Evanóru, Gildu og Teódóru og fær efasemdir um að hann sé maðurinn sem spádómarnir sögðu að myndi bjarga Oz frá glötun …
Aðalhlutverk: James Franco, Michelle Williams, Rachel Weisz, Mila Kunis, Abigail Spencer og Zack Braff
Leikstjórn: Sam Raimi
Sýningarstaðir: Sambíóin Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíó, Króksbíó, Bíóhöllin Akranesi og Ísafjarðarbíó
Aldurstakmark: 10 ára
Fróðleiksmoli til gamans:
• Rithöfundurinn Lyman Frank Baum (1856-1919) gaf út bókina The Wonderful Wizard of Oz árið 1900, en hún náði strax miklum vinsældum og hefur síðan verið grunnurinn að ótal myndum, leikhúsútfærslum og söngleikjauppsetningum. Það vita kannski færri að Baum skrifaði og gaf út 13 aðrar sögur sem allar gerðust í Oz og voru metsölusögur á sínum tíma.