Hefur ekki áhuga á Fifty Shades of Grey

Enska leikkonan Keira Knightley hefur engan áhuga á að leika í mynd sem stendur til að gera eftir bókinni vinsælu Fifty Shades of Grey.

„Venjulega segi ég aldrei af eða á með neinar myndir en ég mun pottþétt ekki leika í Fifty Shades of Grey.“

Knightley hefur verið orðuð við hlutverkið. Hún sagðist í viðtali við MTV ekki hafa lesið bókina og miðað við það sem vinir hennar hafa sagt henni um söguþráðinn hefur hún engan áhuga á að lesa hana.

Knightley leikur næst í spennutryllingum Jack Ryan sem verður frumsýndur eftir rúmt ár í leikstjórn Kenneth Branagh.