Johnny Depp og Armie Hammer tylltu sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um helgina í ævintýramyndinni The Lone Ranger en myndin hafði betur en gamanmyndin This is The End, en litlu mátti þó muna á myndunum tveimur, þegar litið er til aðsóknar.
Í The Lone Ranger segir indjáninn og stríðsmaðurinn Tonto söguna af því hvernig lögreglumaðurinn John Reid, breyttist í grímuklædda goðsögn, The Lone Ranger, sem barðist fyrir réttlæti.
Í þriðja sætinu er toppmynd síðustu viku, Man of Steel, og í fjórða sæti er spennutryllirinn White House Down, og fer niður um tvö sæti. Í fimmta sæti, upp um eitt sæti, er svo teiknimyndin Epic.
Sjáðu lista yfir 14 vinsælustu myndirnar í bíó á Íslandi hér fyrir neðan: