Tónleikamyndin með langa nafnið, Hannah Montana/Miley Cirus: Best of Both Worlds Concert Tour, hefur heldur betur slegið í gegn í Bandaríkjunum. Hún lenti í efsta sæti vinsældalistans efstanhafs og var því tekjuhæsta mynd helgarinnar með 29 milljón dollar hagnað. Þetta eru frábærar fréttir fyrir framleiðendur myndarinnar, Walt Disney sem ætluðu aðeins að sýna myndina í eina viku en hafa að sjálfsögðu ákveðið að lengja sýningartíma hennar. Myndin er einnig sýnd í þrívídd sem fer greinilega vel í þá vestanhafs, en þetta er fyrsta tónleikamyndin sem er sýnd í þrívídd.
Disney segja að þrívíddin sé framtíðin, þeir stefni á að framleiða fleiri tónleikamyndir og íþróttamyndir á næstu árum sem verða sýndar í þrívídd.
Helgin hafði þó hægt um sig, skiljanlega, þar sem Ofurskálin í bandaríska NFL ruðningnum átti sér stað í gær. Það er greinilegt að krakkarnir voru sendir í bíó á meðan foreldrarnir horfðu á ruðning.
The Eye tók 2.sætið örugglega með Jessicu Alba í aðalhlutverki.

