Handritið að Annie Hall í leikstjórn Woody Allen hefur verið kjörið það fyndasta í sögunni af samtökunum Writers Guild of America.
Allen og Marshall Brickman sömdu handrit myndarinnar sem kom út árið 1977. Alls var 101 mynd tilnefnd sem hefur komið út síðustu 86 árin.
Þær myndir sem komu á eftir Annie Hall á topp fimm voru Some Like It Hot, Groundhog Day, Airplane! og Tootsie.
Nýjustu myndirnar sem komust á listann voru Bridesmaids, sem lenti í 16. sæti, og The 40 Year Old Virgin, sem lenti í sæti númer 31.
Elsta myndin á listanum var The Gold Rush eftir Charlie Chaplin sem kom út árið 1925.
Hérna má sjá listann í heild sinni.