Nú þegar tökum er að ljúka á myndinni sem hingað til hefur verið kölluð Star Wars kvikmyndin um Hans Óla ( Han Solo ) sem er án titils, þá hefur leikstjórinn, Ron Howard, nú loksins ljóstrað upp leyndarmálinu mikla um hvað myndin á að heita. Og svarið er: Solo: A Star Wars Story.
Hér fyrir neðan má sjá Howard á Twitter að tilkynna um nafnið:
Hey #Twitterville we just wrapped production so here’s a special message #StarWars pic.twitter.com/8QJqN5BGxr
— Ron Howard (@RealRonHoward) October 17, 2017
Alden Ehrenreich fer með hlutverkið sem Harrison Ford gerði ódauðlegt, en Ehrenreich leikur Solo þegar hann er ungur maður á þrítugsaldri. Aðrir helstu leikarar eru Donald Glover í hlutverki Lando Calrissian, sem Billy Dee Williams lék í upprunalega Star Wars þríleiknum. Einnig eru í myndinni þeir Joonas Suotamo, sem hefur tekið við hlutverki Chewbacca, eða Loðins eins og hann heitir á íslensku, úr höndum hins upprunalega leikara Peter Mayhew.
Þá leika leikkonurnar Thandie Newton og Emilia Clarke í myndinni ásamt Woody Harrelson.
Handrit skrifar höfundur The Empire Strikes Back og The Force Awakens, Lawrence Kasdan ,og sonur hans Jon Kasdan.
Solo: A Star Wars Story kemur í bíó 25. maí 2018.
Hér fyrir neðan má sjá stikluna úr Star Wars: The Last Jedi sem kemur í bíó nú um næstu jól: