Groundhog Day sýnd 13 sinnum á Sky Movies

Í dag er 2. febrúar, dagur múrmeldýrsins, og af því tilefni ætlar sjónvarpsstöðin Sky Movies að sýna gamanmyndina óborganlegu Groundhog Day í allan dag.

groundhog-day

 

Sýningar hófust snemma í morgun og lýkur þeim í fyrramálið. Alls verða sýningarnar þrettán talsins.

Groundhog Day kom út árið 1993 með Bill Murray í hlutverki Phil Connors, kaldhæðins veðurfréttamanns sem upplifir saman daginn aftur og aftur, dag múrmeldýrsins, eftir að hafa fjallað um daginn í veðurfréttunum.