Groot litli í blómapotti í jólapakkann

baby grootHver man ekki eftir krúttlega litla Groot í blómapottinum í lok Marvel myndarinnar Guardians of the Galaxy!

Framleiðendur myndarinnar, þ.e. Marvel Entertainment í samstarfi við KID designs, hafa ákveðið að búa til og bjóða almenningi Groot litla til kaups og því mun lítið dansandi barna Groot leikfang koma í verslanir tímanlega fyrir jólin, svo hægt sé að gefa það í jólagjöf.

Groot litli mun kosta 14,99 Bandaríkjadali og kemur, rétt eins og mátti sjá í myndinni, í litlum blómapotti, og mun dansa við lag Jackson 5, I Want You Back.

Sjáðu kynningu á dótinu hér.