Grimmilegur Zod á nýjum Man of Steel myndum

Von er á nýrri stiklu fyrir nýju Superman myndina Man of Steel síðar í þessum mánuði, en þangað til er hægt að orna sér við þessar myndir sem voru að koma á netið, en þær eiga uppruna sinn í blaðinu Entertainment Weekly í gegnum Slashfilm.com

Ásamt því að sýna þar Henry Cavill í Superman gallanum má í fyrsta skipti sjá Antje Traue í hlutverki sínu sem Faora, hægri hönd Zod.

Einnig er mynd af óþokka myndarinnar Zod hershöfðingja, sem leikinn er af Michael Shannon, grimmilegum á svip í fullum herklæðum.

Traue segir um persónuna: „Faora er geðsjúklingur. Hún […]hefur nautn af því að drepa.“

Aðrir leikarar í myndinni eru Amy Adams, Kevin Costner, Diane Lane, Laurence Fishburne, Ayelet Zurer, Christopher Meloni, Russell Crowe, Michael Kelly, Harry Lennix og Richard Schiff.

Man of Steel kemur í bíó 21. júní nk.