Hjartaknúsarinn tapar brosi sínu og setur upp DeNiro-svipinn í fyrstu stiklunni fyrir væntanlega vísindaskáldskapstryllirinn Looper. Myndin er nýjasta ræman hans Rian Johnson, sem tókst að vekja mikla athygli gagnrýnenda á titileikara Looper með fyrstu mynd sinni, Neo-Noir tryllinum Brick. Náunginn fékk einnig fína dóma fyrir gamanmyndina sína The Brothers Bloom.
Looper fjallar um manninn Joe (Gordon-Levitt) sem vinnur við að drepa samkeppni framtíðarmafíunar sem þeir senda til hans í fortíðina, en í framtíðinni er tímaflakk ólöglegt og einungis stundað á svarta markaðinum. Joe fylgir fyrirmælum þeirra hiklaust jafnvel þegar þeir senda framtíðarútgáfuna af honum (Bruce Willis). En honum mistekst að ganga frá framtíðar-sér og þarf nú að eltast við sjálfan sig.
Þar sem mér finnst þeir Gordon-Levitt og Bruce Willis ekkert líkir, finnst mér ekki skrítið að Gordon-Levitt sé að sporta svakalegan fýlusvip allan tíman til að halda í við Willis. Hugmyndin hljómar frekar absúrd en í réttum höndum gæti þetta orðið fjári góð ræma. Stiklan lofar trippy myndatöku, nóg af hasar, og hugsanlegum erfiðleikum tímaflakks. Og Joseph Gordon-Levitt er í sparifötum, þarf mikið meira?
Hafa lesendur séð Brick eða The Brothers Bloom, og hvaða væntingar hafið þið fyrir myndina útfrá stiklunni?