Universal kvikmyndafyrirtækið hefur ákveðið að frumsýna framhald hrollvekjunnar The Purge þann 20. júní á næsta ári, en fyrri myndin var einmitt frumsýnd í júní sl. sumar.
Myndin, sem þénaði 90 milljónir Bandaríkjadala í sýningum um allan heim, kostaði aðeins 3 milljónir dala í framleiðslu. Gróðinn er því ævintýralegur og ekki að furða að kvikmyndaverið hafi sett framhaldsmynd í gang.
Enginn söguþráður hefur verið opinberaður, en talið er að myndin muni fjalla á ný um þá venju í framtíðinni, að í 12 tíma samfleytt einu sinni á ári sé allt löglegt og ekki refsað fyrir neina glæpi.
Aðalleikarar fyrstu myndarinnar voru Ethan Hawke og Lena Headey.