Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Purge 2013

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 28. júní 2013

Survive the night. / One night a year, all crime is legal.

85 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 41% Critics
The Movies database einkunn 41
/100

Í Bandaríkjunum þar sem glæpir og yfirfull fangelsi eru orðin vandamál, þá hefur Bandaríkjastjórn gefið heimild fyrir því að í tólf samfellda klukkutíma á ári verði allt sem telst glæpsamlegt, þar á meðal morð, löglegt. Þetta fyrirkomulag hefur gefið góða raun því glæpatíðni er orðin sögulega lág á öðrum tímum. Ekki verður hægt að kalla... Lesa meira

Í Bandaríkjunum þar sem glæpir og yfirfull fangelsi eru orðin vandamál, þá hefur Bandaríkjastjórn gefið heimild fyrir því að í tólf samfellda klukkutíma á ári verði allt sem telst glæpsamlegt, þar á meðal morð, löglegt. Þetta fyrirkomulag hefur gefið góða raun því glæpatíðni er orðin sögulega lág á öðrum tímum. Ekki verður hægt að kalla á lögregluna sér til hjálpar. Enga hjálp er að fá á spítölum. Þetta er nótt þar sem fólkið þarf sjálft að búa sér til reglur og verjast. Á þessari ofbeldisfullu nóttu þar sem glæpir eru eins og faraldur, þá þarf fjölskylda ein að ákveða hvað skal gera þegar ókunnugur gestur bankar á dyrnar. Þegar óboðinn gestur brýst inn á rammgert heimili James Sandin, á þessu árlega 12 tíma lögleysutímabili, þá hefst röð atburða sem gætu splundrað fjölskyldunni. Nú þarf James, eiginkona hans Mary og börn þeirra að ná að lifa af nóttina án þess að breytast sjálf í samskonar skrímsli og þau sem þau eru að fela sig fyrir. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.08.2016

Draumur baunateljarans - Don´t Breathe toppar í USA

Don’t Breathe, spennutryllirinn/hrollvekjan um hóp af unglingum sem gerir þau stóru mistök að brjótast inn í rangt hús, er vinsælasta myndin í Bandaríkjunum þessa helgina, með áætlaðar tekjur upp á 26,1 milljón Band...

23.08.2016

Tvær nýjar í bíó - Ben-Hur og Pelé: Birth of a Legend

Samfilm frumsýnir tvær kvikmyndir föstudaginn 26. ágúst nk.;  Ben-Hur, í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík og í Laugarásbíói, Ísafjarðarbíói, Selfossbíói og Bíóhöllinni Akranesi, og...

10.07.2016

Ný teiknimynd á toppnum - Dóra slær met í USA

Ný teiknimynd, Secret Life of Pets, brunaði beint á topp bandaríska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, en þar hefur Leitin að Dóru setið í þrjár vikur samfleytt. Myndin verður frumsýnd á Íslandi 5. ágúst nk. ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn