Ghostbusters leikkona látin

drummondAlice Drummond, sem þekktust er fyrir gestaleik sinn í hlutverki bókasafnsvarðar í fyrstu Ghostbusters myndinni frá árinu 1984, er látin 88 ára að aldri.

Náinn vinur leikkonunnar, June Gable, sagði The New York Times að Drummond hafi dáið vegna afleiðinga þess að hún hrasaði og datt.

Það kemur kannski á óvart að Drummond hafi verið orðin 88 ára þegar hún lést, þar sem menn minnast hennar fyrir leik í hlutverki eldri konu í mynd sem er meira en 30 ára gömul! En leikkonan var 56 ára þegar draugar hræddu úr henni líftóruna í kjallara bókasafnsins í New York.

Drummond hélt áfram að leika persónur sem voru eldri en hún í ýmsum myndum eins og Funny Farm, Awakenings, Ace Venture: Pet Detective og Furry Vengence.

Þá lék leikkonan talsvert í sjónvarpsþáttum í gegnum tíðina, í þáttum eins og Dark Shadows, The Equalizer, Kate og Allie, Grace Under Fire, Law and Order, Spin City og Boston Legal.

Drummond var fædd í Pawtucked í Rhode Island í maí árið 1928. Hún lést 30. nóvember í Bronx í New York. Hún skilur ekki eftir sig neina nákomna ættingja.