Get Hard frumsýnd á föstudaginn

gethardGamanmynda- og farsaunnendur geta farið að láta sig hlakka til 27. mars þegar myndin Get Hard verður frumsýnd en hún skartar grínkóngunum Will Ferrell og Kevin Hart í aðalhlutverkum, en þeir leika hér tvo kostulega náunga sem segja má að séu eins ólíkir innbyrðis og hvítt og svart.

Ferrell leikur milljónamæringinn James King sem þrátt fyrir allan auðinn er frekar lítill bógur inn við beinið. Þegar James er handtekinn fyrir fjársvik og síðan dæmdur til 10 ára vistar í hinu rammgerða San Quentin-fangelsi sér hann um leið sæng sína uppreidda því hvernig á friðsæll maður eins og hann, sem hefur aldrei þurft að slást við neinn, að komast í gegnum margra ára fangelsisvist innan um forhertustu glæpamenn Bandaríkjanna?

Til að bjarga því sem bjargað verður ákveður hann að leita til eina mannsins sem hann ályktar að hafi verið í fangelsi, en hann heitir Darnell Lewis og vinnur á bílaþvottastöðinni þar sem James lætur þvo bílinn sinn. Darnell er í fyrstu tregur til að taka að sér að kenna James að lifa afplánunina af því sjálfur hefur hann aldrei verið í fangelsi enda strangheiðarlegur maður. En þegar James býður honum góða greiðslu fyrir þjálfunina tekur Darnell tilboðinu, ákveðinn í að gera sitt allra besta þrátt fyrir að vita ekkert hvað hann er að tala um.

Sýningarstaðir: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Laugarásbíó, Selfossbíó, Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin Akranesi

Stikk: