Bandaríski leikstjórinn Steven Spielberg hefur staðfest að næsta mynd sem hann mun leikstýra á eftir Óskarsverðlaunamyndinni Lincoln verði kvikmyndagerð bókarinnar American Sniper, sem er sjálfsævisaga sérsveitarmannsins Chris Kyle, en hann var skotinn til bana á skotæfingasvæði fyrr á þessu ári.
Silver Linings Playbook og Hangover stjarnan Bradley Cooper mun leika aðalhlutverkið, hlutverk Chris Kyle, ásamt því að koma að framleiðslu myndarinnar.
Kyle hefur verið staðfestur sem afkastamesta leyniskytta í sögu bandaríska hersins, en hann drap 160 manns í Íraksstríðinu, áður en hann hætti í hernum árið 2009. Hann var myrtur sjálfur í febrúar á þessu ári.
Samkvæmt frétt á vefsíðu breska dagblaðsins The Guardian, þá ákvað Spielberg að fara í þetta verkefni þegar vélmennamyndin Robopocalypse var sett á ís, að sögn vegna þess hve Spielberg var óánægður með handritið.
Cooper er nú við tökur á American Hustle eftir leikstjóra Silver Linings Playbook, David O Russell.