Geðklofi í fjölbragðaglímu – fyrstu myndir

Fyrstu myndir hafa verið birtar frá tökustað myndarinnar Foxcatcher, sem er nýjasta mynd leikstjóra Moneyball, Bennett Miller. 

Handrit myndarinnar skrifa þeir E. Max Frye og Dan Futterman og aðalhlutverk leika þekktir leikarar eins og Steve Carrell,  Channing Tatum, Mark Ruffalo, Sienna Miller, Vanessa Redgrave og Anthony Michael Hall.

Aðalpersóna myndarinnar er milljónamæringur og geðklofasjúklingur John du Pont, sem leikinn er af Steve Carrell. Hann byggir æfingaaðstöðu fyrir fjölbragðaglímu á landareign sinni, sem gengur undir nafninu Team Foxcatcher.

Hlutirnir taka óvænta stefnu þegar hann myrðir Ólympíumeistara í fjölbragðaglímu og vin sinn til margra ára, David Schultz, sem leikinn er af Mark Ruffalo.


Horaður Steve Carrell nuddar axlirnar á Channing Tatum í fjölbragðaglímugalla.


Massaður Channing Tatum fer út með ruslið


Mark Ruffalo ( til vinstri á myndinni ) óþekkjanlegur með skegg og skalla.

Áætluð frumsýning myndarinnar er seint á næsta ári.