Framleiðandinn Jerry Bruckheimer var í viðtali við Huffington Post á dögunum og sagði þar að hann hafi reynt að gera framhald að hinni sívinsælu Top Gun í tæp 30 ár.
Bruckheimer var staddur til þess auglýsa bókina sína Jerry Bruckheimer: When Lighting Strikes, Four Decades of Filmmaking, en umræðan snérist fljótt að Top Gun og var framleiðandinn einlægur þegar hann svaraði spurningum blaðamanns.
„Við höfum reynt að gera þess mynd í 30 ár og ég held að við séum að færast nær og nær.“ sagði Bruckheimer og hélt áfram. „Don [Simpson] og ég reyndum að gera myndina, en það gekk ekki upp. [Tom] Cruise tók yfir og reyndi einnig að gera myndina, en það gekk ekki heldur upp. Núna erum við að reyna aftur.“
Bruckheimer virðist ekki ætla að gefast upp á framhaldsmyndinni og mintist hann einnig á að leikstjórinn Tony Scott hafi reynt að gera myndina rétt áður en hann lést árið 2012.