Hin gullfallega Jennifer Garner mun leika í kvikmynd um Elektra, persónu hennar úr ofurhetjusmellinum Daredevil. Þetta var ákveðið eftir að Daredevil sló í gegn, og Garner hefur þegar samþykkt. Þar sem myndin á að gerast eftir alla atburði í Daredevil, þá er greinilega ráðgátan um hvað varð um hana í myndinni leyst. Twentieth Century Fox kvikmyndaverið framleiðir myndina, og þegar er verið að leita að rétta handritshöfundinum.

