Þætti af Game of Thrones var mest halað niður ólöglega á netinu á þessu ári. Þetta kemur fram í árlegri könnun vefsíðunnar Torrentfreak.
Samkvæmt henni var einum þætti í nýjustu þáttaröðinni halað niður ólöglega 4.280.000 sinnum víðs vegar um heiminn. Örlítið fleiri horfðu á þáttinn í bandarísku sjónvarpi. Vefsíðan bætti því við að í heildina hafi smávægileg aukning orðið á ólöglegu niðurhali á árinu.
Hvað eftir annað hefur verið reynt að loka á ólöglegar niðurhalssíður, þar á meðal The Pirate Bay, en með litlum árangri.
Þættirnir í næstu sætum á eftir Game of Thrones í fjölda niðurhala voru Dexter, The Big Bang Theory og How I Met Your Mother.