Fyrsta stiklan úr nýjustu kvikmynd leikarans og leikstjórans Zach Braff var opinberuð í dag. Myndin ber heitið Wish I Was Here og var sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar.
Myndin fjallar um mann sem á erfitt með sætta sig við markmið sín í lífi sínu. Braff sá einnig um að skrifa myndina ásamt því að leikstýra og leika aðalhlutverkið. Með önnur hlutverk fara Kate Hudson, Ashley Greene og Josh Gad.
Frægt var þegar Braff notaðist við fjármögnunarsíðuna Kickstarter og söfnuðust yfir 3 milljón Bandaríkjadala þaðan frá og styrktu tæplega 50.000 manns verkefnið.
Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni.