Fylgst með innflutningi á ofbeldismyndum

Nærri 100 kvikmyndir voru stranglega bannaðar á Íslandi á níunda áratugnum samkvæmt lagaboði, sem olli hatrömmum deilum.

Mjög áhugaverðar pallborðsumræður voru sýndar í menningarþættinum Geisla á RÚV árið 1987 um réttmæti þess að ritskoða kvikmyndir. Það er ótrúlegt að hugsa til þess hvað það er stutt síðan þessi ritskoðun var afnumin.

Níels Árni Lund þáverandi forstöðumaður kvikmyndaeftirlits ríkisins segir m.a. í þættinum: „Ég er alveg klár á því að það er nauðsynlegt að fylgst sé með innflutningi og dreifingu á ofbeldismyndum, eða kvikmyndum sumum hverjum, sem að eins og fram kom hér áðan eru jafnvel nánast eingöngu búnar til í þeim tilgangi að framleiða ofbeldi á ógeðslegasta og viðbjóðslegasta máta. Og hvort sem það er ritskoðun eða annað þá tel ég það bara vera nauðsynlegt að við flytjum ekki slíkt inn í landið hömlulaust…“

Skoðið þáttinn með því að smella hér.

Viðmælendur í þættinum voru auk Níelsar þeir Sjón og Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður.

Stikk: