„Fullorðna“ fólkið fær aðra mynd

Stundum getur verið ofsalega erfitt að vera kvikmyndaunnandi þegar bíómyndir eins og Jack & Jill og Grown Ups hirða miklu meiri athygli heldur en þær á skilið. Bíófíklar víða um heiminn eru enn að bíða eftir Sin City 2, Kick-Ass 2 og The Incredibles 2, svo eitthvað sé nefnt, en það  dregst alltaf hundleiðinlega mikið og í millitíðinni gengur aldrei illa að gefa grænt ljós á myndir eins og Grown Ups 2.

Já, hún er komin í vinnslu.

Sem betur fer hefur ekkert heyrst um aðra mynd um tvíburanna Jack & Jill en um þessar mundir er Adam Sandler að smala saman félögum sínum úr fyrstu myndinni til að kanna hvort þeir hafi áhuga að vera með í þeirri næstu. En einhvern veginn efast ég um að t.d. David Spade og Rob Schneider hafi eitthvað betra að gera. Svo er aldrei að vita nema gamanleikarinn reyni að stækka hópinn. Ætli hér sé hugsanlega komin Expendables-sería grínmyndanna?

Það kemur kannski einhverjum á óvart að fyrsta Grown Ups myndin er tekjuhæsta mynd Sandlers frá upphafi en samtals tók hún inn hátt í $300 milljónir á heimsvísu. Það er ansi mikill peningur fyrir mynd sem Dennis Dugan leikstýrir.

PS.
„Lækið“ þessa frétt ef þið ætlið ekki að sjá þessa mynd.

 

"Fullorðna" fólkið fær aðra mynd

Stundum getur verið ofsalega erfitt að vera kvikmyndaunnandi þegar bíómyndir eins og Jack & Jill og Grown Ups hirða miklu meiri athygli heldur en þær á skilið. Bíófíklar víða um heiminn eru enn að bíða eftir Sin City 2, Kick-Ass 2 og The Incredibles 2, svo eitthvað sé nefnt, en það  dregst alltaf hundleiðinlega mikið og í millitíðinni gengur aldrei illa að gefa grænt ljós á myndir eins og Grown Ups 2.

Já, hún er komin í vinnslu.

Sem betur fer hefur ekkert heyrst um aðra mynd um tvíburanna Jack & Jill en um þessar mundir er Adam Sandler að smala saman félögum sínum úr fyrstu myndinni til að kanna hvort þeir hafi áhuga að vera með í þeirri næstu. En einhvern veginn efast ég um að t.d. David Spade og Rob Schneider hafi eitthvað betra að gera. Svo er aldrei að vita nema gamanleikarinn reyni að stækka hópinn. Ætli hér sé hugsanlega komin Expendables-sería grínmyndanna?

Það kemur kannski einhverjum á óvart að fyrsta Grown Ups myndin er tekjuhæsta mynd Sandlers frá upphafi en samtals tók hún inn hátt í $300 milljónir á heimsvísu. Það er ansi mikill peningur fyrir mynd sem Dennis Dugan leikstýrir.

PS.
„Lækið“ þessa frétt ef þið ætlið ekki að sjá þessa mynd.