Fullorðin með barnsheila

Samstarf gríska kvikmyndaleikstjórans Yorgos Lanthimos og bandarísku leikkonunnar Emmu Stone hefur enn einu sinni borið ríkulegan ávöxt. Nýjasta mynd þeirra, Poor Things, er komin í bíó hér á Íslandi og er nú þegar spáð velgengni á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar. Myndin fékk Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum síðasta haust.

Aðrar myndir þeirra eru m.a. gamanmyndin The Favourite, sem var einnig hlaðin lofi og verðlaunum.

The Favourite (2018)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 93%
The Movie db einkunn8/10

The Favourite gerist á valdatíma Önnu Englandsdrottningar (1702–1714) og hefst árið 1708 þegar stríð Englendinga og Frakka stóð sem hæst. Anna drottning var alla tíð frekar heilsulítil og hafði mun meiri áhuga á eigin hugðarefnum en stjórnmálum. Það reyndu ýmsir að nýta ...

Olivia Colman fékk Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki. Tilnefnd til 10 Óskarsverðlauna, þ.á.m. sem besta handrit, besta mynd, besta leikstjórn, bestu búningar, besta klipping.

Poor Things er byggð á verðlaunaskáldsögu skoska rithöfundarins Alasdair Gray frá 1992, en hann vann bæði Whitbread verðlaunin og skáldsagnaverðlaun Guardian fyrir bókina. Í minningargrein í The Guardian frá 2019 var honum lýst sem endurreisnarmanni í skoskum bókmenntum og listum.

Ótrúleg forsaga

Emma Stone leikur í myndinni Bellu Baxter sem hefur eina ótrúlegustu forsögu í seinni tíma bíósögu, eins og New York Times lýsir henni. Hún er föst í óhamingjusömu hjónabandi, hendir sér niður af bryggju og er vakin aftur til lífsins af brjáluðum vísindamanni sem Willem Dafoe leikur, sem skiptir heila hennar út fyrir heila ófædds barns hennar.

Baxter er því fullvaxin kona með barnshuga. Eftir því sem hún þroskast meira opnast augu hennar bæði á kynferðislega og pólitíska sviðinu, og hún sækist eftir sjálfstæði. Hún þarf að vega og meta nokkra ógæfusama vonbiðla, sem leiknir eru af mönnum eins og Mark Ruffalo og Ramy Youssef. Þeir laðast að frjálsum anda hennar en vilja einnig reyna að hemja hana.

Emma segir í samtali við New York Times að persónan skipti hana meira máli en flestar aðrar. „Ég ann henni svo mikið,“ segir hún, og bætir við að henni vökni oft um augu þegar hún ræði verkefnið.

Treystir í blindni

Auk The Favourite og Poor Things þá gerðu Lanthimos, 50 ára, og Stone, 35 ára, stuttmyndina Bleat og And, sem kemur í bíó á næsta ári. „Ég augljóslega treysti honum í blindni,“ segir Stone um leikstjórann. „Sem leikari er það besta tilfinning sem til er, því það er svo sjaldgæft að líða svona – leikstjórinn passar upp á þig.“

Í myndinni kynnumst við Bellu stuttu eftir að hún hefur fengið nýja heilann, en hún var áður fullorðin kona að nafni Victoria Blessington. Nú er hún follorðið barn, óútreiknanleg og barnaleg. Hvernig var að túlka það?

„Það var erfiðast fyrir mig því þarna er hún á sínum frumstæðasta stigi,“ segir hún við New York Times.

Emma Stone hefur þrisvar verið tilnefnd til Óskarsverðlauna og vann þau fyrir La La Land. Hún var hæst launaða leikkona í heimi árið 2017.

Poor Things (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 93%

Bella Baxter er vakin aftur til lífsins af hinum bráðsnjalla en óhefðbundna vísindamanni Dr. Godwin Baxter. Hungruð í að kynnast heiminum betur þá strýkur hún með lögfræðingnum Duncan Wedderburn og lendir í ýmsum ævintýrum. ...

Fern Óskarsverðlaun. Framleiðslustjórn, búningar, förðun og Emma Stone fyrir leik. Stone valin besta leikkonan á Critics Choice Awards og Golden Globe. Myndin vann Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Fjöldi annarra tilnefninga og verðlauna.

Lanthimos býr traustið milli sín og leikaranna til með löngum æfingatíma sem minnir meira á spunagamanleik en maður gæti haldið, eins og segir í NYT: Leikararnir fara með línur sínar á æfingatímanum á meðan þeir liggja á bakinu, ganga afturábak eða loka augunum.

Lanthimos segir að æfingarnar væru meira um að búa til andrúmsloft kunningsskapar og vináttu og skemmta sér. Þannig kynnist fólk vel og geti verið afslappað í að líta fáránlega og hlægilega út í augum hvers annars.