Spennutryllirinn The Purge verður frumsýndur á föstudaginn næsta, þann 28. júní í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri.
Myndin fjallar um það þegar Bandaríkin eru orðin þannig að þar eru glæpir og yfirfull fangelsi orðin vandamál, og Bandaríkjastjórn hefur gefið heimild fyrir því að í tólf samfellda klukkutíma á ári verði allt sem telst glæpsamlegt, þar á meðal morð, löglegt.
Myndin fór beint á toppinn þegar hún var frumsýnd í Bandaríkjunum.
Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
Í Bandaríkjunum þar sem glæpir og yfirfull fangelsi eru orðin vandamál, þá hefur Bandaríkjastjórn gefið heimild fyrir því að í tólf samfellda klukkutíma á ári verði allt sem telst glæpsamlegt, þar á meðal morð, löglegt. Þetta fyrirkomulag hefur gefið góða raun því glæpatíðni er orðin sögulega lág á öðrum tímum. Ekki verður hægt að kalla á lögregluna sér til hjálpar og enga hjálp er að fá á spítölum. Þetta er nótt þar sem fólkið þarf sjálft að búa sér til reglur og verjast. Á þessari ofbeldisfullu nóttu þar sem glæpir eru eins og faraldur, þá þarf fjölskylda ein að ákveða hvað skal gera þegar ókunnugur gestur bankar á dyrnar. Þegar óboðinn gestur brýst inn á rammgert heimili James Sandin, á þessu árlega 12 tíma lögleysutímabili, þá hefst röð atburða sem gætu splundrað fjölskyldunni. Nú þarf James, eiginkona hans Mary og börn þeirra að ná að lifa af nóttina án þess að breytast sjálf í samskonar skrímsli og þau sem þau eru að fela sig fyrir.
Aldursmerking: 16 ára