Ný hágæðasæti og AXL bíósalur í endurbættu Laugarásbíói

Á síðustu fimm vikum, eða frá 11. september, hafa staðið yfir miklar framkvæmdir í Laugarásbíói og hefur það nú verið opnað aftur eftir gagngerar breytingar. Í tilkynningu frá bíóinu segir að með breytingunum skipi Laugarásbíó sér á pall með bestu kvikmyndahúsum heims. „Allir salir eru nýir og endurbættir og skarta nú hágæðasætum sem enginn verður […]

Gleðikona fær nýtt hlutverk – Frumsýning!

Gamanmyndin SHE´S FUNNY THAT WAY, eftir Peter Bogdanovich, með Owen Wilson, Imogen Poots, Rhys Ifans, Kathryn Hahn, Will Forte og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum, verður frumsýnd miðvikudaginn 17. júní í Laugarásbíói, Smárabíói og Borgarbíói Akureyri. Isabella (Imogen Poots) er gleðikona sem á sér þann draum heitastan að gerast Broadway-leikkona. Kvöld eitt – á miðri vakt – […]

Svikinn sérsveitarmaður – The Gunman frumsýnd

Spennumyndin The Gunman, með Óskarsverðlaunahöfunum Sean Penn og Javier Bardem, verður frumsýnd á morgun, föstudaginn 20. mars. Myndin verður sýnd í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Sean Penn er hér í essinu sínu í hörku spennutrylli frá leikstjóra fyrstu Taken-myndarinnar, eins og segir í tilkynningu frá Myndformi. Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: Penn […]

Þorvaldur Davíð í Dracula

Stórmyndin Dracula Untold með Þorvaldi Davíð, Luke Evans og Dominic Cooper á meðal leikenda verður frumsýnd föstudaginn, 3. október. Myndin verður sýnd í Laugarásbíói, Smárabíói, Sam-Egilshöll, Sam-Keflavík, Selfossbíói, Ísafjarðarbíói, Króksbíói, Bíóhöllinni Akranesi og Borgarbíói Akureyri. Kíktu á stiklu úr myndinni hér fyrir neðan – Þorvaldur Davíð sést ef spólað er fram á 1.09 í myndbandinu: […]

Aniston í klóm mannræningja – Frumsýning

Spennumyndin Life of Crime, með Jennifer Aniston í aðalhlutverki verður frumsýnd föstudaginn 5. september. Myndin verður sýnd í Laugarásbíói, Bíó Paradís og Borgarbíói Akureyri. Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: Ordell Robbie (Mos Def) og Louis Gara (John Hawkes) eru smáþrjótar sem fá þá hugmynd að ræna konu að nafni Mickey (Jennifer Aniston), sem […]

Dórótea snýr aftur til Oz – Frumsýning

Hin litríka og skemmtilega teiknimynd Töfralandið Oz: Dórótea snýr aftur, verður frumsýnd með íslensku tali, miðvikudaginn 28. maí. Myndin verður sýnd í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíó Akureyri. Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: Myndin er eftir þá Will Finn og Dan St. Pierre sem eiga að baki margar þekktar myndir eins og The Road […]

Frumsýning: 3 days to Kill

Myndform frumsýnir í dag 7. mars spennumyndina 3 Days to Kill, í Laugarásbíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Aðalhlutverk í myndinni leikur Kevin Costner en einnig fer Íslendingurinn Tómas Lemarquis með hlutverk í myndinni. Kíktu á stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: Ethan Runner (Kevin Costner) er launmorðingi á vegum ríkisstjórnarinnar sem fréttir að hann sé […]

Frumsýning: The Purge

Spennutryllirinn The Purge verður frumsýndur á föstudaginn næsta, þann 28. júní í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Myndin fjallar um það þegar Bandaríkin eru orðin þannig að þar eru glæpir og yfirfull fangelsi orðin vandamál, og Bandaríkjastjórn hefur gefið heimild fyrir því að í tólf samfellda klukkutíma á ári verði allt sem telst glæpsamlegt, þar […]

Ný vél í Laugarásbíói sýnir Hobbitann í HFR 3D

Fyrsta Hobbitamyndin af þremur verður frumsýnd á annan í jólum. Einhverjar efasemdir hafa verið um nýja rammafjöldann sem Peter Jackson leikstjóri notaði við upptökurnar, en frá því elstu menn muna hafa bíómyndir verið teknar upp og sýndar á 24 römmum á sekúndu. The Hobbit: An Unexpected Journey mun hinsvegar verða fyrsta kvikmyndin sem sýnd verður […]